ALMENN UMSÓKN


Viltu starfa í spennandi og metnaðarfullu starfsumhverfi?

Þá gæti starf hjá Munck Íslandi verið sú áskorun sem þú hefur verið að leita að.

Allar almennar umsóknir s.l. 6 mánuði eru teknar til athugunar þegar ráðið er í ný störf.

Við munum hafa samband ef þín umsókn hentar í starf hjá okkur. 

Vinsamlegast láttu fylgja með greinargóða ferilskrá og stutt kynningarbréf. Það eykur líkur á ráðningu.

Þá er nauðsynlegt að gefa upp umsagnaraðila og símanúmer. En rétt að geta þess að ekki verður haft samband við umsagnaraðila nema að fengnu leyfi og að loknu atvinnuviðtali, ef til þess kemur.

Meðhöndlun umsókna er trúnaðarmál. 

Munck Íslandi er íslenskt verktakafyrirtæki með öflugu, fjölbreyttu og þrautreyndu starfsmannateymi. Stjórnendateymi Munck Íslandi hefur haldgóða og fjölbreytta reynslu af stjórnun stórra verkefna hjá leiðandi verktakafyrirtækjum á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Danmörku. (þetta er sami textinn og fremst ?)

Munck Íslandi (LNS Saga) var stofnað í október 2013 og var dótturfélag norska félagsins Leonhard Nilsen & Sønner AS, LNS AS Noregi. Munck Gruppen Danmörku keypti LNS Saga af LNS AS í des.2016 og skipti um nafn í MUNCK ÍSLANDI í ársbyrjun 2017.

Starfsmenn Munck Íslandi eru um 400 talsins og sinna nú aðallega verkefnum á Íslandi, en einnig að hluta í Noregi.. Auk verkefna á íslandi og í Noregi, stefnir félagið jafnframt að þátttöku í verkefnum í Færeyjum og á Grænlandi.